Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 21:32 Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“