Hægri bakvörður Man Utd gæti valið Kongó fram yfir England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 19:46 Bissaka í 3-2 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á þessari leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira