Ættu að fá mikinn stuðning gegn Íslandi en mæta bullurnar með blysin? Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 22:00 Ungverjar köstuðu blysum inn á völlinn í 1-1 jafnteflinu við Íslendinga á EM 2016. Getty Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00
Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08
Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17