97 greindust smitaðir innanlands í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 10:41 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm 97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira