Elsta íslenska landslið sögunnar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 12:00 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur boltanum í burtu en miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson fylgjast vel með. Vísir/Hulda Margrét Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira