Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 09:31 Lars Lagerbäck fer ekki með norska landsliðið á Evrópumót eins og hann gerði með það íslenska. Getty/Quality Sport Images Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira