Stjórnarmaður KSÍ spyr hvort Kolbeinn hafi leikið sinn síðasta landsleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 00:20 Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í leiknum á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020 EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira