Ísland með þaulvanar skyttur ráðist úrslitin í vítakeppni Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 13:01 Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM og er eflaust búinn að kynna sér það vel hvert skyttur Rúmena eru líklegar til að spyrna ef til vítakeppni kemur í kvöld. getty/Stefan Matzke Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni í kvöld, fari svo að jafnt verði gegn Rúmeníu að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Í þessari nýju tegund EM-umspilsins er leikið til þrautar í stökum leik, í stað heima- og útileiks. Þannig verður það einnig í úrslitaleik umspilsins, þar sem Ísland eða Rúmenía fer á útivöll gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember. Því getur vítakeppni ráðið úrslitum. Ísland á nokkrar góðar vítaskyttur í sínum leikmannahópi, þó að nokkur víti hafi farið í súginn á allra síðustu árum, og Hannes Þór Halldórsson hefur varið nokkur víti á ferlinum, jafnvel frá besta leikmanni sögunnar. Íslenska liðið æfði vítaspyrnur núna í vikunni en eins og Erik Hamrén benti á í samtali við Vísi er síður en svo það sama að taka víti á æfingu og á ögurstundu, þegar 1,5 milljarður og sæti á EM er í húfi. Erfitt er að segja til um hverjir tækju vítin fyrir Ísland, ef til þess kæmi, því ómögulegt er að vita hvernig liðið yrði skipað eftir 120 mínútna leik og allt að sex skiptingar (fimm leyfðar í venjulegum leiktíma og ein aukalega í framlengingu). Það má þó giska á hvaða fimm leikmenn Hamrén myndi velja sem vítaskyttur. Gylfi Þór Sigurðsson er þar líklegastur, Alfreð Finnbogason, Rúnar Már Sigurjónsson og Ari Freyr Skúlason eru þaulvanir því að skora úr vítum fyrir sín félagslið, sem og Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson fái þeir að koma við sögu í leiknum. Þessir eru því líklegir til að vera treyst fyrir því að taka víti, og þá eru óupptaldir líklegir spyrnumenn á borð við Kolbein Sigþórsson, Hörð Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson og Birki Bjarnason, sem reyndar skaut yfir úr víti gegn Englandi fyrir mánuði síðan. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30 Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni í kvöld, fari svo að jafnt verði gegn Rúmeníu að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Í þessari nýju tegund EM-umspilsins er leikið til þrautar í stökum leik, í stað heima- og útileiks. Þannig verður það einnig í úrslitaleik umspilsins, þar sem Ísland eða Rúmenía fer á útivöll gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember. Því getur vítakeppni ráðið úrslitum. Ísland á nokkrar góðar vítaskyttur í sínum leikmannahópi, þó að nokkur víti hafi farið í súginn á allra síðustu árum, og Hannes Þór Halldórsson hefur varið nokkur víti á ferlinum, jafnvel frá besta leikmanni sögunnar. Íslenska liðið æfði vítaspyrnur núna í vikunni en eins og Erik Hamrén benti á í samtali við Vísi er síður en svo það sama að taka víti á æfingu og á ögurstundu, þegar 1,5 milljarður og sæti á EM er í húfi. Erfitt er að segja til um hverjir tækju vítin fyrir Ísland, ef til þess kæmi, því ómögulegt er að vita hvernig liðið yrði skipað eftir 120 mínútna leik og allt að sex skiptingar (fimm leyfðar í venjulegum leiktíma og ein aukalega í framlengingu). Það má þó giska á hvaða fimm leikmenn Hamrén myndi velja sem vítaskyttur. Gylfi Þór Sigurðsson er þar líklegastur, Alfreð Finnbogason, Rúnar Már Sigurjónsson og Ari Freyr Skúlason eru þaulvanir því að skora úr vítum fyrir sín félagslið, sem og Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson fái þeir að koma við sögu í leiknum. Þessir eru því líklegir til að vera treyst fyrir því að taka víti, og þá eru óupptaldir líklegir spyrnumenn á borð við Kolbein Sigþórsson, Hörð Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson og Birki Bjarnason, sem reyndar skaut yfir úr víti gegn Englandi fyrir mánuði síðan. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30 Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30
Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46
Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01
„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn