Hætti fyrir fjórum árum en þurfti að vera á bekknum eftir að þrír markverðir greindust með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2020 14:32 Oleksandr Shovkovskiy er leikjahæsti leikmaður í sögu Dynamo Kiev. getty/Matthew Ashton Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Oleksandr Shovkovskiy var varamarkvörður úkraínska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Shovkovskiy er 45 ára og hætti í fótbolta fyrir fjórum árum. Það kom ekki til af góðu að Shovkovskiy þurfti að vera á bekknum í gær. Þrír af fjórum markvörðum í úkraínska hópnum greindust nefnilega með kórónuveiruna. Heorhiy Bushchan er eini leikfæri markvörðurinn í hópnum og lék sinn fyrsta landsleik í gær. Það var þó engin draumafrumraun því Úkraína tapaði 7-1. Þetta er stærsta tap úkraínska landsliðsins frá upphafi. Shovkovskiy, sem er aðstoðarþjálfari úkraínska liðsins, var til taks á bekknum í gær. Hann er fyrrverandi markvörður og lék 92 landsleiki á árunum 1994-2012. Shovkovskiy lék með Dynamo Kiev allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu félagsins. Shovkovskiy lagði hanskana á hilluna 2016. Frá 2018 hefur hann verið einn af aðstoðarmönnum Andriys Shevchenko með úkraínska landsliðið. Shovkovskiy stóð m.a. milli stanganna hjá úkraínska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í undankeppni EM 2000. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kænugarði en Úkraína vann 0-1 sigur á Laugardalsvellinum. Úkraínumenn eru komnir á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar. Úkraína vann sinn riðil í undankeppni EM. Sigurður Helgason birti skemmtilega mynd af Shovkovskiy fyrir leik Dynamo Kiev og KR á móti í Skotlandi fyrir allmörgum árum síðan. Með honum á myndinni er KR-ingurinn Nökkvi Gunnarsson. KR ingurinn orðinn golfkennari. Markmaður Dynamo Kiev var varamarkmður í kvöld í landsleik gegn Frakklandi 45 ára. Er markmannsþjálfari Ukrainu. Covid kom honum á bekkinn. pic.twitter.com/01ILVh3Lsh— Sigurdur Helgason (@14siggihelgason) October 7, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira