Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 10:46 Jóhann Berg Guðmundsson vann kapphlaupið við tímann um að hrista af sér meiðsli fyrir leikinn mikilvæga. Hér er hann á æfingu í vikunni með Gylfa Þór Sigurðssyni. vísir/vilhelm Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14.
Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason.
Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City).
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31
Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01
„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00