Vísuðu ákvörðun um nafnið Múlaþing til næsta fundar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 09:31 Frá Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna. Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna.
Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira