Íslenski boltinn

Segja Bryndísi Örnu einstakan leikmann sem minni á Van Nistelrooy

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu.
Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu. vísir/bára

Sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, hældu Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis, á hvert reipi í þætti gærkvöldsins.

Bryndís, sem er sautján ára, hefur skorað tíu af 22 mörkum Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna á tímabilinu.

„Það er einn mjög ljós punktur í Árbænum, Bryndís Arna. Hún er búin að skora tíu mörk í fimmtán leikjum í sumar og er fædd 2003,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkunum í gær.

Margrét Lára veit eitt og annað um það hvernig það á að skora mörk og hún segir að Bryndís sé með markanef.

„Ég er hrifinn af þessari stelpu. Ef hún getur tekið leik sinn upp á enn hærra plan og orðið enn betri getur hún orðið gríðarlega góður leikmaður. Hún er ekta sóknarmaður, einstakur leikmaður sem við sjáum því miður ekki svo oft á Íslandi,“ sagði Margrét Lára.

„Hún minnir mig á Ruud van Nistelrooy. Hún þarf ekki mikið pláss til að skora og getur skorað með hægri, vinstri og skalla,“ sagði Bára.


Tengdar fréttir

Fótboltaleikjum kvöldsins frestað

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir.

Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum

Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar.

Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði og óvæntur markaskorari Fylkis í dag, var ekkert alltof sátt með stigið sem liðið náði í gegn Stjörnunni í dag. Hún tekur þó stiginu og fagnar að fyrsta – og líklega eina – mark sumarsins sé komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×