„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 17:00 Aron Einar Gunnarsson klappar saman lófum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00