Ísland með sterk skilaboð Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2020 11:31 Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun