Ítalir glíma við kórónuveirusmit fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 10:24 Alessandro Bastoni, leikmaður Inter og U21-landsliðsins, greindist með kórónuveirusmit samkvæmt Gazzetta dello Sport. Getty/Claudio Villa Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki. Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki.
Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00