Geir búinn að taka til upp á Skaga: Deildin skuldar lítið sem ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 11:31 Geir Þorsteinsson er að gera góða hluti upp á Skaga. Vísir/Daníel Þór Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira