Væntir þess að hertar aðgerðir taki gildi strax í fyrramálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 18:41 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07
Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33