Maradona Karpatafjallanna sýndi snilli sína með Rúmeníu á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 14:31 Gheorge Hagi mótmælir við aðstoðardómara í leik með Rúmeníu á EM 1996. Getty/Mark Leech Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira