Telur það koma sterklega til álita að grípa til enn harðari aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 10:54 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira