99 greindust með veiruna innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 09:09 Allar tölur fyrir gærdaginn birtast á Covid.is klukkan 11. Vísir/Vilhelm 99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira