Novak Djokovic sló aftur í dómara: „Vandræðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 07:30 Novak Djokovic hafði ekki heppnina með sér og kom sér aftur í fréttirnar fyrir að slá boltanum í dómara. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira