Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2020 08:31 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða. Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Viðbúið er að tekist verði á í dómsal á næstunni um kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar eftir að kröfu um frávísun var hafnað. Málið varðar ákæru héraðsaksóknara frá því í janúar á hendur starfsmanni Hamborgarabúllu Tómasar og TBJ ehf (Tommi's Burger Joint)., rekstrarfélagi Búllunnar, sem og á hendur fyrirtækjunum tveimur, fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar á tollnúmeri nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest fyrr á árinu en fram kom frávísunarkrafa sem fjallað var um í byrjun september en þeirri kröfu var hafnað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið þannig á leið í aðalmeðferð en ráðgert er að þinghald verði í héraðsdómi í þessari viku. Starfsmaðurinn er ákærður fyrir tollalagabrot með því hafa veitt tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um tegund kjötafurða, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollamiðlari, sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna, tilgreindi þær í öllum tilvikum undir röngu tollskráningarnúmeri. Númerið sem notað var við skráningu gildir fyrir kjöt með beini en ekki fyrir beinlaust kjöt líkt og raunverulega var um að ræða samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Um er að ræða átta tilvik vegna innflutnings fyrirtækjanna tveggja á tímabilinu maí 2016 til apríl 2018 og varðar mismunurinn, það er ávinningurinn af rangri skráningu, um í 19,6 milljónum króna. Þess er krafist að starfsmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæran á hendur Hamborgarabúllunni varðar peningaþvætti, í tengslum við áðurnefnd meint brot starfsmannsins, í fjórum tilvikum á árunum 2016 og 2017. Fyrirtækið hafi, með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en viðkomandi kjötafurðir áttu réttilega að bera, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt sem nemur tæpum átta milljónum króna. Þá sætir félagið TBJ ehf. ákæru fyrir peningaþvætti í tengslum við brot starfsmannsins, með því að hafa í þremur tilvikum á árinu 2017 með sama hætti og Hamborgarabúllan, nýtt sér eða aflað ávinnings af tollalagabrotum starfsmannsins, samanlagt að fjárhæð ríflega 8,6 milljóna króna. Þess er einnig krafist að félögin tvö verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Rúv fjallaði um málið í mars en þá sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Hamborgarabúllunnar, að mistök hafi verið gerð við útfyllingu tollskýrslu. Kjötið hafi fyrir misskilning verið fært í rangan tollflokk og að ekki hafi verið um ásetning að ræða.
Dómsmál Tollgæslan Veitingastaðir Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira