„Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 18:53 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent