Formaður UJ segir ummælin minna á þá kynferðislegu áreitni sem Ágúst Ólafur hafi áður sýnt af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:11 Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna, telur að ummæli Ágústs Ólafar hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyrir alþingiskosningar á næsta ári. Samsett mynd „Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
„Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent