Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hér fyrir miðju. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir standa honum við hlið. Lögreglan Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira