Rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 14:12 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kom saman á fundi klukkan 14 til að ræða tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um hertar kórónuveiruaðgerðir. Vísir ræddi við ráðherra í beinni útsendingu um tillögurnar að loknum fundi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara nánar út í það fyrr í dag hvað felist í hertu aðgerðunum. Ekki yrði greint frá efni tillagna hans fyrr en ráðherra hefði fengið að fara yfir þær og kynna þær í ríkisstjórn. Þórólfur gaf þó upp að horft verði til þeirrar reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðu. Stuðst verði við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ sagði Þórólfur við fréttastofu í morgun. Fréttastofa ræddi við ráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Upptöku af viðtölum við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má finna hér fyrir ofan. Beina textalýsingu má nálgast hér neðst í fréttinni.
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um hertar kórónuveiruaðgerðir. Vísir ræddi við ráðherra í beinni útsendingu um tillögurnar að loknum fundi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara nánar út í það fyrr í dag hvað felist í hertu aðgerðunum. Ekki yrði greint frá efni tillagna hans fyrr en ráðherra hefði fengið að fara yfir þær og kynna þær í ríkisstjórn. Þórólfur gaf þó upp að horft verði til þeirrar reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðu. Stuðst verði við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ sagði Þórólfur við fréttastofu í morgun. Fréttastofa ræddi við ráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Upptöku af viðtölum við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má finna hér fyrir ofan. Beina textalýsingu má nálgast hér neðst í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira