Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 10:33 Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21