Foreldrar fá ekki að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 17:56 Stefnt er að því að tryggja tómstundastarf barna sem fædd eru 2005 og seinna. Vísir/HAnna Ákveðið hefur verið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og grípa til frekari sóttvarna vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Því munu foreldrar og forráðamenn ekki fá að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf barna sinna næsta hálfa mánuðinn. Þetta er niðurstaða fundar stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær. Einnig verður starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum óheimil. Ráðstafanirnar gilda til 12. október. „Mælt er með því að stjórnendur íþróttahúsa og frístundastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem ekki fellur undir sveitarfélögin gera slíkt hið sama. Tekið er fram að tilgangurinn er ekki að raska íþróttastarfi né keppnum barna, heldur að halda því gangandi,“ segir á vef Ungmennafélags Íslands. Á vef Ungmennafélagsins segir að fjölgun smita hafi mikil áhrif á skólasamfélagið, enda hafi heilu árgangarnir þurft í sóttkví og skólar jafnvel þurft að loka. Það sé ekki hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem nú sé uppi og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að skóla- og tómstundastarf haldist óskert. „Til að svo megi vera þarf að grípa til aukinna ráðstafana og færa ákveðnar fórnir og við ætlum okkur svona í fyrstu að vera það bjartsýn horfa til 12. október með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit á okkar svæði.‟ Á meðal þeirra ráðstafana sem gripið er til er eftirfarandi: Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna. Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóli barna þá fellur sá tími niður. Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttasalina. Starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum sé ekki leyfð t.d. íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Ákveðið hefur verið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og grípa til frekari sóttvarna vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Því munu foreldrar og forráðamenn ekki fá að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf barna sinna næsta hálfa mánuðinn. Þetta er niðurstaða fundar stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær. Einnig verður starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum óheimil. Ráðstafanirnar gilda til 12. október. „Mælt er með því að stjórnendur íþróttahúsa og frístundastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem ekki fellur undir sveitarfélögin gera slíkt hið sama. Tekið er fram að tilgangurinn er ekki að raska íþróttastarfi né keppnum barna, heldur að halda því gangandi,“ segir á vef Ungmennafélags Íslands. Á vef Ungmennafélagsins segir að fjölgun smita hafi mikil áhrif á skólasamfélagið, enda hafi heilu árgangarnir þurft í sóttkví og skólar jafnvel þurft að loka. Það sé ekki hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem nú sé uppi og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að skóla- og tómstundastarf haldist óskert. „Til að svo megi vera þarf að grípa til aukinna ráðstafana og færa ákveðnar fórnir og við ætlum okkur svona í fyrstu að vera það bjartsýn horfa til 12. október með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit á okkar svæði.‟ Á meðal þeirra ráðstafana sem gripið er til er eftirfarandi: Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna. Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóli barna þá fellur sá tími niður. Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttasalina. Starfsemi sem ekki tengist íþróttahúsunum sé ekki leyfð t.d. íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira