Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 14:50 Verslun Costco á Íslandi. Vísir/hanna Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað. Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað.
Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00
Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05