Stjórnarskrá á undarlegum tímum Viðar Hreinsson skrifar 2. október 2020 10:30 Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar