Tvö lið sigurstranglegri en Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 10:01 Thiago Alcantara varð Evrópumeistari með Bayern München er núna kominn til Liverpool. Getty/Michael Regan Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira