Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 19:51 Katrín Jakobsdóttir, fjallaði meðal annars um aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent