Lið þeirra Lionels Messi og Cristianos Ronaldo, Barcelona og Juventus, eru saman í riðli í Meistaradeild Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Messi og Ronaldo mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Auk þeirra eru Dynamo Kiev og Ferencváros í G-riðli.
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Genf í Sviss í dag.
Manchester United er í afar erfiðum riðli með Paris Saint-Germain, RB Leipzig og Istanbul Basaksehir. PSG komst í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og Leipzig í undanúrslit.
Englandsmeistarar Liverpool eru í D-riðli með Ajax, Atalanta og Mikael Neville Andersson og félögum í Midtjylland.
Ögmundur Kristinsson og félagar í Olympiacos eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Chelsea er í E-riðli með Evrópudeildarmeisturum Sevilla, Krasnodar og Rennes.
Evrópumeistarar Bayern München eru í A-riðli ásamt Atlético Madrid, Salzburg og Lokomotiv Moskvu.
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst þriðjudaginn 20. október.
Riðlarnir í Meistaradeild Evrópu 2020-21
A-riðill
- Bayern München
- Atlético Madrid
- Salzburg
- Lokomotiv Moskva
B-riðill
- Real Madrid
- Shakhtar Donestk
- Inter
- Borussia Mönchengladbach
C-riðill
- Porto
- Man. City
- Olympiacos
- Marseille
D-riðill
- Liverpool
- Ajax
- Atalanta
- Midtjylland
E-riðill
- Sevilla
- Chelsea
- Krasnodar
- Rennes
F-riðill
- Zenit
- Borussia Dortmund
- Lazio
- Club Brugge
G-riðill
- Juventus
- Barcelona
- Dynamo Kiev
- Ferencváros
H-riðill
- PSG
- Man. Utd.
- RB Leipzig
- Istanbul Basaksehir