Þrettán liggja inni á Landspítala með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 14:58 Þegar tölur voru birtar á Covid.is klukkan ellefu í morgun lágu ellefu inni á sjúkrahúsi. Vísir/Vilhelm Þrettán liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, tveimur fleiri en þegar tölur voru birtar á Covid.is í morgun. Enn eru tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Níu af nítján skurðstofum spítalans hefur verið lokað eða verður lokað á næstu dögum. Alls eru 572 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. Þá eru 37 starfsmenn spítalans í einangrun með kórónuveiruna og 95 starfsmenn í sóttkví. Landspítali er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið er að ýmsum leiðum til að auðvelda breytingar á starfseminni vegna faraldursins, að því er segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd. Þá verður fjórum af sjö skurðstofum við Hringbraut lokað á næstu dögum, sem og tveimur af þremur skurðstofum á kvennadeild. Alls eru því níu af nítján skurðstofum spítalans lokaðar en áfram er bráðaaðgerðum og aðkallandi aðgerðum sinnt. Smitsjúkdómadeild A7 er nú einungis farsóttareining og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við Covid-19 sjúklingum þar. Þá er brýnt fyrir starfsmönnum og gestum að bera ávallt andlitsgrímur sem Landspítali útvegar í öllum rýmum spítalans. Þrjátíu og sex greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru tuttugu í sóttkví. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar hefst nú klukkan þrjú og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17 Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þrettán liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, tveimur fleiri en þegar tölur voru birtar á Covid.is í morgun. Enn eru tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Níu af nítján skurðstofum spítalans hefur verið lokað eða verður lokað á næstu dögum. Alls eru 572 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. Þá eru 37 starfsmenn spítalans í einangrun með kórónuveiruna og 95 starfsmenn í sóttkví. Landspítali er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið er að ýmsum leiðum til að auðvelda breytingar á starfseminni vegna faraldursins, að því er segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd. Þá verður fjórum af sjö skurðstofum við Hringbraut lokað á næstu dögum, sem og tveimur af þremur skurðstofum á kvennadeild. Alls eru því níu af nítján skurðstofum spítalans lokaðar en áfram er bráðaaðgerðum og aðkallandi aðgerðum sinnt. Smitsjúkdómadeild A7 er nú einungis farsóttareining og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við Covid-19 sjúklingum þar. Þá er brýnt fyrir starfsmönnum og gestum að bera ávallt andlitsgrímur sem Landspítali útvegar í öllum rýmum spítalans. Þrjátíu og sex greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru tuttugu í sóttkví. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar hefst nú klukkan þrjú og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17 Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17
Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01