Vissi í hvað stefndi en samt algjört áfall Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 07:01 Snæbjörn ræddi við Ara í þrjár klukkustundir og eðlilega ræddi þeir um allt milli himins og jarðar. Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira