3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 10:31 Agnes Sigurðardóttir biskup heimsækir mosku í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira