Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:43 Gert er ráð fyrir að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, verði sveitarstjóri í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Björn var jafnframt formaður sameiningarnefndar við undirbúning sameiningarinnar. Vísir/Egill Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira