Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 23:31 Joe Biden og Donald Trump mætast í nótt. Vísir/AP Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57