Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 21:01 Ponta sótthreinsuð fyrir kappræðurnar í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14