„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 12:57 Donald Trump hefur byggt upp ímynd sem auðjöfur og snillingur í viðskiptum. Ef marka má skattagögn forsetans er sú ímynd byggð á sandi. AP/Evan Vucci Ímynd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur sjálfur varið miklu púðri í að byggja upp er nú í hættu. Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. New York Times birti í gær umfangsmikla frétt sem unnin er upp úr skattgögnum Trump og sýna þau að hann skuldar rúmlega 500 milljónir dala og að samkvæmt skattskýrslum hans hefur hann tapað gífurlegum fjármunum í gegnum árin. Trump hefur barist af mikilli hörku gegn því að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir þau gögn sem frétt NYT byggir á. Þrátt fyrir þetta mikla tap hefur hann haldið glæstum lífsstíl sínum með því að skilgreina einkaflugvélar, húsnæði og hársnyrtingu sem viðskiptakostnað. Það hefur þar að auki hjálpað honum enn frekar til að draga úr skattgreiðslum sínum. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Skattar á auðuga Bandaríkjamenn hafa dregist töluvert saman á undanförnum árum og margir þeirra nota gloppur í lögum og reglum til að greiða minni skatta. Flestir auðjöfrar greiða þrátt fyrir það háar upphæðir í skatta. Hinir hefðbundnu launþegar geta þar að auki flestir ekki nýtt sér þessar gloppur. Í stuttu máli sagt sýna gögnin að velgengni Trump virðist ekki jafn mikil og hann heldur sjálfur fram og að hann hefur líklegast beitt bellibrögðum til að komast hjá því að greiða skatta. Þá mun Joe Biden, mótframbjóðandi hans, án efa nota upplýsingarnar gegn honum í fyrstu kappræðum þeirra sem fara fram annað kvöld. Biden hefur sjálfur lýst kosningunum sem „Scranton gegn Park Avenue“ til marks um að hann telji Trump hluta ef „elítunni“ og þessar fregnir falla eins og flís við rass við þær yfirlýsingar. Til marks um vilja Trump til að byggja upp auðjöfursímynd hans, þá valdi hann sjálfur viðurnefnið „Mógúll“ og er hann kallaður það af lífvörðum sínum. Þá hefur hann einnig verið sakaður um að ljúga og villa á sér heimildir til að komast á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Sjá einnig: Trump laug og villti á sér heimildir til að komast hærra á Forbes-lista Vert er að staldra við og ítreka að á pólitískum ferli sínum hefur Trump ítrekað lent í vandræðum sem við hefðbundnar kringumstæður hefðu sökkt nánast hvaða framboði sem er. Stuðningsmenn hans hafa þó staðið þétt við bakið á honum. Til marks um það má benda á að Trump er mjög óvinsæll forseti í Bandaríkjunum, sögulega séð, en hlutfall þeirra sem styðja hann hefur lítið haggast í gegnum árin. Það er ekki að ástæðulausu að Trump lýsti því yfir í aðdraganda forsetakosninganna 2016 að hann gæti skotið mann á götu úti og ekki tapað atkvæðum. Hér má sjá dæmi um það hvernig andstæðingar Trump geta og eru þegar byrjaðir að nota fréttir NYT gegn honum. All of that paper for $750? https://t.co/MvT4yIyvZ5— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) September 28, 2020 Þá er alfarið óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa þegar svo skammt er í kosningar og margir eru þegar búnir að ákveða sig. Kosningarnar eru í raun hafnar og hafa margir greitt utankjörfundaratkvæði. Uppljóstranirnar fara þó þvert á helstu ástæður þess að margir kjósendur Trump kusu hann. AP fréttaveitan vísar í kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og segir að um tveir þriðju hvítra manna án háskólagráðu hafi stutt hann. Í könnunum vísuðu margir þeirra til þess hve auðugur Trump væri og hve góður viðskiptamaður hann væri. Sömuleiðis vísa kjósendur Trump oft til þess að Trump hafi fórnað miklum fjármunum til að setjast að í Hvíta húsinu. Gögn NYT og fréttir annarra miðla á undanförnum árum sína að þvert á móti er Trump að hagnast á forsetaembættinu. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Miðað við kannanir eru líkur Biden á því að sigra kosningarnar mun betri. Líkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannanna á landsvísu og í hverju ríki fyrir sig, segir sigurlíkur Biden 77 prósent, þegar þetta er skrifað. Kannanir sýna þó að í nokkrum mikilvægum ríkjum er naumt á munum. Þar skiptir hvert atkvæði máli. Alex Conant, sem starfaði lengi fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði AP fréttaveitunni að Trump þyrfti að láta kosningarnar snúast um Joe Biden. Svo lengi sem athyglin væri öll á Trump og óreiðunni í kringum hann, kæmi það verulega niður á líkum hans. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ímynd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur sjálfur varið miklu púðri í að byggja upp er nú í hættu. Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. New York Times birti í gær umfangsmikla frétt sem unnin er upp úr skattgögnum Trump og sýna þau að hann skuldar rúmlega 500 milljónir dala og að samkvæmt skattskýrslum hans hefur hann tapað gífurlegum fjármunum í gegnum árin. Trump hefur barist af mikilli hörku gegn því að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir þau gögn sem frétt NYT byggir á. Þrátt fyrir þetta mikla tap hefur hann haldið glæstum lífsstíl sínum með því að skilgreina einkaflugvélar, húsnæði og hársnyrtingu sem viðskiptakostnað. Það hefur þar að auki hjálpað honum enn frekar til að draga úr skattgreiðslum sínum. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Skattar á auðuga Bandaríkjamenn hafa dregist töluvert saman á undanförnum árum og margir þeirra nota gloppur í lögum og reglum til að greiða minni skatta. Flestir auðjöfrar greiða þrátt fyrir það háar upphæðir í skatta. Hinir hefðbundnu launþegar geta þar að auki flestir ekki nýtt sér þessar gloppur. Í stuttu máli sagt sýna gögnin að velgengni Trump virðist ekki jafn mikil og hann heldur sjálfur fram og að hann hefur líklegast beitt bellibrögðum til að komast hjá því að greiða skatta. Þá mun Joe Biden, mótframbjóðandi hans, án efa nota upplýsingarnar gegn honum í fyrstu kappræðum þeirra sem fara fram annað kvöld. Biden hefur sjálfur lýst kosningunum sem „Scranton gegn Park Avenue“ til marks um að hann telji Trump hluta ef „elítunni“ og þessar fregnir falla eins og flís við rass við þær yfirlýsingar. Til marks um vilja Trump til að byggja upp auðjöfursímynd hans, þá valdi hann sjálfur viðurnefnið „Mógúll“ og er hann kallaður það af lífvörðum sínum. Þá hefur hann einnig verið sakaður um að ljúga og villa á sér heimildir til að komast á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Sjá einnig: Trump laug og villti á sér heimildir til að komast hærra á Forbes-lista Vert er að staldra við og ítreka að á pólitískum ferli sínum hefur Trump ítrekað lent í vandræðum sem við hefðbundnar kringumstæður hefðu sökkt nánast hvaða framboði sem er. Stuðningsmenn hans hafa þó staðið þétt við bakið á honum. Til marks um það má benda á að Trump er mjög óvinsæll forseti í Bandaríkjunum, sögulega séð, en hlutfall þeirra sem styðja hann hefur lítið haggast í gegnum árin. Það er ekki að ástæðulausu að Trump lýsti því yfir í aðdraganda forsetakosninganna 2016 að hann gæti skotið mann á götu úti og ekki tapað atkvæðum. Hér má sjá dæmi um það hvernig andstæðingar Trump geta og eru þegar byrjaðir að nota fréttir NYT gegn honum. All of that paper for $750? https://t.co/MvT4yIyvZ5— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) September 28, 2020 Þá er alfarið óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa þegar svo skammt er í kosningar og margir eru þegar búnir að ákveða sig. Kosningarnar eru í raun hafnar og hafa margir greitt utankjörfundaratkvæði. Uppljóstranirnar fara þó þvert á helstu ástæður þess að margir kjósendur Trump kusu hann. AP fréttaveitan vísar í kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og segir að um tveir þriðju hvítra manna án háskólagráðu hafi stutt hann. Í könnunum vísuðu margir þeirra til þess hve auðugur Trump væri og hve góður viðskiptamaður hann væri. Sömuleiðis vísa kjósendur Trump oft til þess að Trump hafi fórnað miklum fjármunum til að setjast að í Hvíta húsinu. Gögn NYT og fréttir annarra miðla á undanförnum árum sína að þvert á móti er Trump að hagnast á forsetaembættinu. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Miðað við kannanir eru líkur Biden á því að sigra kosningarnar mun betri. Líkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannanna á landsvísu og í hverju ríki fyrir sig, segir sigurlíkur Biden 77 prósent, þegar þetta er skrifað. Kannanir sýna þó að í nokkrum mikilvægum ríkjum er naumt á munum. Þar skiptir hvert atkvæði máli. Alex Conant, sem starfaði lengi fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði AP fréttaveitunni að Trump þyrfti að láta kosningarnar snúast um Joe Biden. Svo lengi sem athyglin væri öll á Trump og óreiðunni í kringum hann, kæmi það verulega niður á líkum hans.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira