Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Sunna Símonardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 28. september 2020 10:30 Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar