Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 09:20 Beitir Ólafsson gekk niðurlútur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Fylki. „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. Seint í uppbótartíma leiksins fékk Beitir Ólafsson, markmaður KR, rautt spjald fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar eftir að hafa sparkað boltanum fram. „Það er óumdeilanlegt að höndin fer í andlitið á honum en svo er bara spurning; er þetta nóg til að flauta víti og til að flauta rautt spjald?“ spurði Kjartan Atli, en Fylkismenn fengu víti og úr því skoraði Sam Hewson sigurmarkið. Telur Ólaf Inga brjóta af sér á undan Hjörvar velti því fyrir sér hvort ekki hefði verið réttara að dæma aukaspyrnu á Ólaf Inga og vísa svo Beiti af velli. „Ólafur Ingi segir í viðtali að hann hafi ætlað sér að trufla Beiti og hægja á honum. Hér liggur hann í bakinu á honum og er með vinstri höndina á bakinu á honum… ég held að brotið sé alltaf upprunalega Ólafs Inga. Þetta er aukaspyrna sem KR á ef þeir ætla að dæma á eitthvað, en þá rautt spjald fyrir að slá út hendinni,“ sagði Hjörvar. „Ég upplifði þetta þannig að hann sé að trufla Beiti í kastinu, en það er ekki hægt að réttlæta það að Beitir setji höndina þarna út. En þú mátt ekkert vera að fikta í markmanni þegar hann er að reyna að koma bolta hratt í leik. Sem hann [Ólafur Ingi] gerir ekki mikið, en hann er samt enn þá fyrir aftan hann að reyna að sækja snertingu,“ sagði Hjörvar. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
„Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. Seint í uppbótartíma leiksins fékk Beitir Ólafsson, markmaður KR, rautt spjald fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar eftir að hafa sparkað boltanum fram. „Það er óumdeilanlegt að höndin fer í andlitið á honum en svo er bara spurning; er þetta nóg til að flauta víti og til að flauta rautt spjald?“ spurði Kjartan Atli, en Fylkismenn fengu víti og úr því skoraði Sam Hewson sigurmarkið. Telur Ólaf Inga brjóta af sér á undan Hjörvar velti því fyrir sér hvort ekki hefði verið réttara að dæma aukaspyrnu á Ólaf Inga og vísa svo Beiti af velli. „Ólafur Ingi segir í viðtali að hann hafi ætlað sér að trufla Beiti og hægja á honum. Hér liggur hann í bakinu á honum og er með vinstri höndina á bakinu á honum… ég held að brotið sé alltaf upprunalega Ólafs Inga. Þetta er aukaspyrna sem KR á ef þeir ætla að dæma á eitthvað, en þá rautt spjald fyrir að slá út hendinni,“ sagði Hjörvar. „Ég upplifði þetta þannig að hann sé að trufla Beiti í kastinu, en það er ekki hægt að réttlæta það að Beitir setji höndina þarna út. En þú mátt ekkert vera að fikta í markmanni þegar hann er að reyna að koma bolta hratt í leik. Sem hann [Ólafur Ingi] gerir ekki mikið, en hann er samt enn þá fyrir aftan hann að reyna að sækja snertingu,“ sagði Hjörvar. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti
Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn