Persónuvernd skoðar samskipti landlæknis og sóttvarnalæknis við ÍE Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 22:11 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að ein kvörtun hafi borist vegna meðhöndlunar persónuupplýsinga í tengslum við skimun á Covid-19. Vísir/Egill Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira