Fara fram á rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Smári McCarthy kallaði eftir rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn á aðalfundi Pírata, sem lauk nú síðdegis. Vísir/Hanna Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira