Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 14:34 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð utan við bygginguna sem hýsti áður ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í Frakklandi. Gagnrýni hefur komið fram um að lögreglan hafi vanmetið öryggisógn á svæðinu eftir árásina í gær sem virðist tengjast hryðjuverkunum 2015 og réttarhöldum vegna þeirra. Vísir/EPA Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. Skrifstofur blaðsins voru fluttar eftir að íslamskir hryðjuverkamenn myrtu tólf manns þar vegna skopmynda af Múhammeð spámanni árið 2015. Sjö manns eru enn í haldi í tengslum við rannsókn á stunguárásinni. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk. Sá grunaði er sagður átján ára gamall maður af pakistönskum ættum. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að hann hafi komið til Frakklands án þess að vera í fylgd fullorðinna þegar hann var enn undir lögaldri fyrir þremur árum. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum innan frönsku lögreglunnar að grunaði árásarmaðurinn hafi sagst vilja vinna starfsmönnum Charlie Hebdo mein. Réttarhöld fara nú fram yfir fjórtán manns í tengslum við hryðjuverkin fyrir fimm árum. Ekkjur hryðjuverkamannanna, sem féllu allir í bardaga við lögreglu á sínum tíma, báru vitni í gær. Ritstjórn Charlie Hebdo ákvað að birta aftur skopmyndir af Múhammeð spámanni sem reittu hryðjuverkamennina til reiði á sínum tíma í tilefni af réttarhöldunum nú. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, sem lýstu yfir ábyrgð á fjöldamorðinu árið 2015, hafa haft í hótunum við blaðið vegna þess. Myndver sjónvarpsframleiðslufyrirtækis er nú í byggingunni þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Maðurinn særði tvo starfsmenn þess, karl og konu, sem voru úti að reykja fyrir utan bygginguna með kjötöxi. Fólkið hefur verið sagt alvarlega slasað en ekki í lífshættu. Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. Skrifstofur blaðsins voru fluttar eftir að íslamskir hryðjuverkamenn myrtu tólf manns þar vegna skopmynda af Múhammeð spámanni árið 2015. Sjö manns eru enn í haldi í tengslum við rannsókn á stunguárásinni. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk. Sá grunaði er sagður átján ára gamall maður af pakistönskum ættum. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að hann hafi komið til Frakklands án þess að vera í fylgd fullorðinna þegar hann var enn undir lögaldri fyrir þremur árum. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum innan frönsku lögreglunnar að grunaði árásarmaðurinn hafi sagst vilja vinna starfsmönnum Charlie Hebdo mein. Réttarhöld fara nú fram yfir fjórtán manns í tengslum við hryðjuverkin fyrir fimm árum. Ekkjur hryðjuverkamannanna, sem féllu allir í bardaga við lögreglu á sínum tíma, báru vitni í gær. Ritstjórn Charlie Hebdo ákvað að birta aftur skopmyndir af Múhammeð spámanni sem reittu hryðjuverkamennina til reiði á sínum tíma í tilefni af réttarhöldunum nú. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, sem lýstu yfir ábyrgð á fjöldamorðinu árið 2015, hafa haft í hótunum við blaðið vegna þess. Myndver sjónvarpsframleiðslufyrirtækis er nú í byggingunni þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Maðurinn særði tvo starfsmenn þess, karl og konu, sem voru úti að reykja fyrir utan bygginguna með kjötöxi. Fólkið hefur verið sagt alvarlega slasað en ekki í lífshættu.
Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira