„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 12:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira