Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta af sömu stærð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 10:08 Kort Veðurstofunnar sem sýnir skjálftahrinuna utan við Grímsey í nótt. Grænu stjörnurnar tákna skjálfta sem voru yfir þrír að stærð. Veðurstofa Íslands/Skjáskot Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í gærkvöldi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir fleiri stóra skjálfta á svæðinu ekki útilokaða og bendir Veðurstofan fólki á þekktum arðskjálftasvæðum á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hófst hrinan um tólf kílómetra norðaustan við Grímsey með skjálfta 3,7 að stærð. Skömmu fyrir klukkan þrjú hafi virknin aukist með skjálfta að stærð 4,3 og eftirskjálfta stuttu síðar að stærð 3,4. Magnea Sigríður Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mest hafi virknin verið upp úr hálf fjögur í nótt. „Rétt upp úr klukkan hálf fjögur urðu síðan tveir skjálftar yfir 4 að stærð. 4,2 og 4,3. Þannig að þetta var svolítið snörp hrina af skjálftum þarna milli 3 og 4. Þeim hafa fylgt nokkuð margir eftirskjálftar og er ennþá smá skjálftavirkni á svæðinu,“ segir Magnea. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um skemmdir eða slys af völdum skjálftanna. „Ekki um skemmdir, en bara að fólk hafi fundið skjálftann. Bæði frá Ólafsfirði og Akureyri.“ Eins segir Magnea að ekki sé hægt að útiloka möguleikann á fleiri skjálftum af sömu stærð og því sé ekki úr vegi að fólk á svæðinu kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum. „Þá má alveg búast við því að þeir geti orðið fleiri, stórir skjálftar. Þannig að það er um að gera að fólk kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í gærkvöldi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir fleiri stóra skjálfta á svæðinu ekki útilokaða og bendir Veðurstofan fólki á þekktum arðskjálftasvæðum á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hófst hrinan um tólf kílómetra norðaustan við Grímsey með skjálfta 3,7 að stærð. Skömmu fyrir klukkan þrjú hafi virknin aukist með skjálfta að stærð 4,3 og eftirskjálfta stuttu síðar að stærð 3,4. Magnea Sigríður Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mest hafi virknin verið upp úr hálf fjögur í nótt. „Rétt upp úr klukkan hálf fjögur urðu síðan tveir skjálftar yfir 4 að stærð. 4,2 og 4,3. Þannig að þetta var svolítið snörp hrina af skjálftum þarna milli 3 og 4. Þeim hafa fylgt nokkuð margir eftirskjálftar og er ennþá smá skjálftavirkni á svæðinu,“ segir Magnea. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um skemmdir eða slys af völdum skjálftanna. „Ekki um skemmdir, en bara að fólk hafi fundið skjálftann. Bæði frá Ólafsfirði og Akureyri.“ Eins segir Magnea að ekki sé hægt að útiloka möguleikann á fleiri skjálftum af sömu stærð og því sé ekki úr vegi að fólk á svæðinu kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum. „Þá má alveg búast við því að þeir geti orðið fleiri, stórir skjálftar. Þannig að það er um að gera að fólk kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20