Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:03 Lögreglumenn standa yfir kjötöxi sem talið er að árásarmaðurinn hafi notað. AP/Soufian Fezzani Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana. Frakkland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira