Everton er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í enska boltanum. Bítlaborgarliðið vann 2-1 sigur á Crystal Palace á útivelli í dag.
Everton byrjaði mun betur og komst yfir á tíundu mínútu. Markið skoraði Dominic Calvert-Lewin, hans fimmta á leiktíðinni, eftir laglegt samspil.
Gestirnir náðu hins vegar að jafna einungis stundarfjórðungi síðar. Liðið fékk þá vítaspyrnu eftir að Kevin Friend skoðaði atvikið gaumgæfilega í VARskjánum.
Hinn brasilíski Richarlison steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Everton var 2-1 yfir í hálfleik og varðist vel í síðari hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson kom af bekknum er stundarfjórðungur var eftir og gerði vel í þann tíma sem hann spilaði.
@Everton have won their opening 5 games of a season for the first time in 82 years, since August-September 1938 (a run of 6) pic.twitter.com/3eVb6RBNUF
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 26, 2020
Everton er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina og er þar af leiðandi á toppi deildarinnar. Leicester, Arsenal og Liverpool geta einnig verið með níu stig er umferðinni lýkur.
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu er Millwall gerði 1-1 jafntefli við Brentford. Millwall með fimm stig eftir þrjár umferðir.