Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31
Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43